Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 12. júlí 2024 20:05
Ívan Guðjón Baldursson
Rafa Silva valdi Besiktas framyfir stórveldin (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Sóknartengiliðurinn öflugi Rafa Silva er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við tyrkneska stórveldið Besiktas.

Rafa Silva hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Benfica á undanförnum árum en hann ákvað að yfirgefa félagið á frjálsri sölu í sumar.

Rafa er 31 árs gamall og spilar yfirleitt í holunni fyrir aftan fremsta sóknarmann en getur einnig leikið úti á sitthvorum kantinum.

Rafa kom að 37 mörkum í 52 leikjum með Benfica á síðustu leiktíð þar sem hann sinnti lykilhlutverki í sóknarleik liðsins.

Besiktas krækir í leikmanninn þrátt fyrir mikla samkeppni frá Fenerbahce og Galatasaray, stærstu félagsliðum Tyrklands.

Rafa á 25 A-landsleiki að baki fyrir Portúgal og var í hópnum sem vann EM 2016 og Þjóðadeildina 2019.

Hann yfirgefur Benfica á frjálsri sölu eftir átta ár hjá félaginu til að taka þátt í uppbyggingunni sem er að eiga sér stað hjá Besiktas.

   09.06.2024 09:00
Mourinho: Ég heyrði að hann væri að fara til Galatasaray

Athugasemdir
banner