Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fös 12. júlí 2024 16:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Renato Veiga í Chelsea (Staðfest)
Renato Veiga.
Renato Veiga.
Mynd: Chelsea
Chelsea hefur gengið frá kaupum á Renato Veiga frá Basel í Sviss. Kaupverðið er um 14 milljónir punda. Basel fær þá líka hluta af næstu sölu.

Veiga er tvítugur að aldri og getur leyst hinar ýmsu stöður. Hans aðalstaða er sem djúpur miðjumaður en hann getur einnig spilað sem miðvörður og sem vinstri bakvörður.

Portúgalinn skrifar undir sjö ára samning við Chelsea með möguleika á einu ári til viðbótar.

„Ég er í skýjunum að vera kominn hingað," sagði Veiga eftir að hann skrifaði undir.

„Að mínu mati er þetta stærsta félagið á Englandi og ég get ekki beðið eftir því að byrja."
Athugasemdir