Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 12. júlí 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rolin má fara frá Þrótti - „Þetta hefur þróast með ákveðnum hætti"
Lengjudeildin
Cristofer Rolin.
Cristofer Rolin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Cristofer Rolin má yfirgefa Þrótt núna í sumarglugganum eftir að hafa gengið í raðir félagsins fyrir tímabilið.

Baldvin Már Borgarsson sagði frá þessu fyrst í Innkastinu hér á Fótbolta.net á dögunum en Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar, staðfesti þetta svo í viðtali í gær.

„Það er svo sem ekkert launungarmál," sagði Sigurvin eftir sigur gegn ÍBV í gær.

„Hann var ekki í hópnum í dag og var reyndar meiddur síðast. Ég held að leiðir okkar muni skilja. Þetta hefur þróast með ákveðnum hætti. Ég er mjög hrifinn af Rolin og hann er toppmaður, en þetta æxlaðist ekki rétt og slípaðist ekki alveg rétt. Ég vona að hann njóti sín þá bara annars staðar. Þetta er algjör toppleikmaður í raun og veru."

Rolin er þrítugur sóknarmaður sem kom fyrst til landsins árið 2019 þar sem hann lék með Skallagrími í 3. deildinni. Hann lék 21 leik og skoraði 7 mörk það sumarið áður en hann fór til Sindra, þar sem hann gerði átta mörk.

Síðustu þrjú tímabilin áður en hann gekk í raðir Þróttar hefur hann spilað með Ægi en hann fór með liðinu úr 3. deild og upp í Lengjudeildina.

Þórir Guðjónsson lék sinn fyrsta leik með Þrótti í gær og þá er Aron Snær Ingason genginn í raðir félagsins frá Fram.
Innkastið - Skagahátíð og Lengjuuppgjör 1-11
Athugasemdir
banner
banner