KV var að bæta þremur leikmönnum við hópinn hjá sér fyrir seinni hluta tímabilsins í 3. deildinni, þar sem Vesturbæingar sitja í botnsætinu og þurfa að hysja upp um sig til að forðast fall.
Samúel Már Kristinsson er kominn á lánssamningi frá Þrótti Reykjavík, þar sem hann kom við sögu í 9 leikjum á fyrri hluta tímabilsins í Lengjudeildinni.
Samúel Már er fæddur árið 2000 og lék með KV á árunum 2019 til 2022, áður en hann hélt til Fjölnis og svo til Þróttar.
Þá eru tvíburarnir Óðinn og Dagur Bjarkasynir komnir á láni frá KR, en þeir léku einnig með KV í fyrra og var Dagur valinn besti leikmaður tímabilsins.
Athugasemdir