Jadon Sancho er óvænt mættur aftur til æfinga hjá Manchester United en hann æfði með liðinu í dag.
Enskir fjölmiðlar segja frá því að hann og Erik ten Hag, stjóri United, hafi átt góðan fund og ákveðið í kjölfarið að skilja vandamálin eftir í fortíðinni.
Enskir fjölmiðlar segja frá því að hann og Erik ten Hag, stjóri United, hafi átt góðan fund og ákveðið í kjölfarið að skilja vandamálin eftir í fortíðinni.
Sancho var útskúfaður úr leikmannahópi Man Utd á síðustu leiktíð eftir að hann reifst við Ten Hag.
Hann var í kjölfarið lánaður til Borussia Dortmund þar sem hann hjálpaði liðinu að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Spilaði hann vel þar.
Það voru fréttir um það fyrir nokkru síðan að United væri að leitast eftir því að selja Sancho en núna er planið að hann fái tækifæri á undirbúningstímabilinu hjá Man Utd.
Athugasemdir