Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fös 12. júlí 2024 18:50
Ívan Guðjón Baldursson
Simone Inzaghi semur við Inter (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Inter er búið að staðfesta nýjan samning við aðalþjálfara liðsins Simone Inzaghi sem gildir næstu tvö árin.

Hann fær 6,5 milljónir evra í árslaun, eftir skatt, og þá er auka 2 milljóna evru bónus í myndinni ef honum tekst að stýra Inter til annars Ítalíumeistaratitils á þessum tveimur árum.

Inzaghi er 48 ára gamall og tók við Inter sumarið 2021 eftir góðan árangur með Lazio í fimm ár þar á undan.

Stjórnendur Inter hafa miklar mætur á honum eftir frábært gengi á síðustu árum, þar sem Inzaghi kom Inter alla leið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fyrra áður en hann vann Serie A deildina í ár.


Athugasemdir
banner
banner
banner