Ísland er komið 2-0 yfir gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli. Það stefnir í einn flottasta sigur sem íslenskt fótboltalandslið hefur unnið.
Það var Alexandra Jóhannsdóttir sem tvöfaldaði forystu Íslands með flottu skoti.
Það var Alexandra Jóhannsdóttir sem tvöfaldaði forystu Íslands með flottu skoti.
„Frohms gerir mistök í marki Þjóðverja og Ísland refsar."
„Sveindís á undan Frohms í boltann sem þarf að hlaupa langa leið til baka í mark sitt. Sveindís leggur boltann út á Alexöndru sem á frábært skot sem sigrar Frohms sem þó var komin aftur í markið," skrifaði Sverrir Örn Einarsson í beinni textalýsingu frá leiknum.
Hér fyrir neðan má sjá myndband af markinu sem Alexandra skoraði.
Alexandra Jóhannsdóttir með frábært mark! 2-0 í Laugardalnum og við finnum lyktina af EM ???? pic.twitter.com/6j6HkCIQkQ
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 12, 2024
Athugasemdir