Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 12. júlí 2024 17:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Sjáðu markið: Alexandra tvöfaldaði forystuna gegn Þýskalandi
Icelandair
Alexandra Jóhannsdóttir.
Alexandra Jóhannsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland er komið 2-0 yfir gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli. Það stefnir í einn flottasta sigur sem íslenskt fótboltalandslið hefur unnið.

Það var Alexandra Jóhannsdóttir sem tvöfaldaði forystu Íslands með flottu skoti.

„Frohms gerir mistök í marki Þjóðverja og Ísland refsar."

„Sveindís á undan Frohms í boltann sem þarf að hlaupa langa leið til baka í mark sitt. Sveindís leggur boltann út á Alexöndru sem á frábært skot sem sigrar Frohms sem þó var komin aftur í markið," skrifaði Sverrir Örn Einarsson í beinni textalýsingu frá leiknum.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af markinu sem Alexandra skoraði.


Athugasemdir
banner
banner
banner