Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 12. júlí 2024 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Tavares náði samkomulagi við Lazio: „Here we go!"
Mynd: Nottingham Forest
Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá því að portúgalski bakvörðurinn Nuno Tavares sé búinn að ná samkomulagi við Lazio um kaup og kjör eftir að Arsenal samþykkti kauptilboð í leikmanninn.

Tavares er búinn að samþykkja fimm ára samning hjá Lazio og borgar ítalska félagið 9 milljónir evra fyrir. Bakvörðurinn verður lánaður til Lazio með kaupskyldu og heldur Arsenal 20% hagnaði af næstu sölu leikmannsins.

Tavares er 24 ára gamall og hefur verið samningsbundinn Arsenal í þrjú ár án þess að takast að ryðja sér leið inn í byrjunarliðið.

Á tíma sínum hjá Arsenal var Tavares lánaður til Marseille í Frakklandi, þar sem hann átti mjög gott tímabil, og svo til Nottingham Forest þar sem tækifærin voru af skornum skammti.

Tavares spilaði í heildina 28 leiki í Arsenal treyju en það er ljóst að hann er ennþá afar efnilegur leikmaður og gæti skinið skært á næstu árum.
Athugasemdir
banner
banner