Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fös 12. júlí 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tóku víkingaklappið eftir fyrsta leik Stefáns hjá Preston
Stefán Teitur Þórðarson.
Stefán Teitur Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson lék í dag sinn fyrsta leik fyrir enska félagið Preston.

Preston er í æfingaferð á Spáni en liðið spilaði þar æfingaleik gegn Lincoln.

Preston spilaði á tveimur mismunandi byrjunarliðum í leiknum en Stefán Teitur lék seinni hálfleikinn.

Stefán, sem er 25 ára miðjumaður, skrifaði nýverið undir þriggja ára samning við Preston. Skagamaðurinn öflugi hafði verið hjá Silkeborg í Danmörku í fjögur ár eftir að hafa leikið þar áður vel með uppeldisfélaginu ÍA.

Hann var orðaður við bæði Derby og QPR áður en Preston blandaði sér inn í baráttuna um síðustu helgi.

Hann á að baki 20 landsleiki og kom við sögu í sigrinum frækna gegn Englandi á Wembley í síðasta mánuði.

Preston tapaði leiknum 0-1 gegn Lincoln en leikmönnum liðsins var vel tekið af stuðningsmönnum eftir leikinn, og þá sérstaklega Stefán. Stuðningsmenn enska liðsins gerðu sér lítið fyrir og hentu í víkingaklappið eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner