Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fös 12. júlí 2024 22:04
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni EM: Danmörk á lokamótið - Svíþjóð spilar úrslitaleik við England
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA
Næstsíðasta umferð í undankeppni EM fór fram í kvöld þegar Ísland tryggði sér sæti á lokamótinu með sögulegum sigri gegn Þýskalandi.

Það fóru ýmsir aðrir leikir fram, þar sem Danmörk tryggði sér sæti á lokamótinu með þægilegum sigri í Belgíu.

Svíþjóð tapaði þá í Frakklandi sem þýðir að þær sænsku eiga úrslitaleik við England framundan, þar sem þjóðirnar berjast um annað sæti riðilsins.

Svíar þurfa því sigur gegn Englandi í lokaumferðinni til að hirða annað sætið og tryggja sér þátttöku á EM, en liðið sem endar í þriðja sæti fer í umspil.

England lagði Írland að velli í Norwich á meðan Ítalía gerði jafntefli við Holland í galopnum riðli þar sem allar fjórar þjóðirnar geta enn komist beint á EM fyrir lokaumferðina.

Ítalía getur tryggt sér sæti á EM með sigri gegn Finnlandi á meðan Noregur og Holland spila mögulegan úrslitaleik. Finnar geta þá komist á lokamótið með sigri gegn Ítalíu og hagstæðum úrslitum í Noregi.

Austurríki 3 - 1 Pólland

Tékkland 2 - 1 Spánn

Finnland 1 - 1 Noregur

Belgía 0 - 3 Danmörk

Holland 0 - 0 Ítalía

England 2 - 1 Írland

Frakkland 2 - 1 Svíþjóð


Örugg sæti á lokamótinu:
Spánn
Danmörk
Frakkland
Þýskaland
Ísland
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner