Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 12. júlí 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni EM í dag - Ísland tekur á móti Þýskalandi
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er mikið af leikjum sem fara fram í undankeppni fyrir EM kvenna í dag og í kvöld, þar sem 50 þjóðir mætast í 25 viðureignum.

Ísland tekur á móti Þýskalandi í erfiðum riðli þar sem Stelpurnar okkar hafa þó verið að gera frábæra hluti og sitja í öðru sæti sem stendur. Þær eru í mjög góðri stöðu og nægir þeim einn sigur úr síðustu tveimur umferðunum til að tryggja sér annað sætið, sem veitir þátttökurétt í næstu umferð.

Sterkt lið Þjóðverja trónir á toppi riðilsins með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir en Ísland er með sjö stig - þremur stigum fyrir ofan Austurríki í baráttunni um annað sætið.

Til gamans má geta að ef Pólland hefur betur í einvíginu gegn Austurríki í dag verður Ísland búið að tryggja sér annað sæti riðilsins sjálfkrafa.

Það eru fleiri afar spennandi leikir á dagskrá í dag og í kvöld, þar sem Frakkland og Svíþjóð eigast við í risaslag á meðan England spilar nágrannaslag við Írland og ógnarsterkt lið Spánverja heimsækir Tékkland.

A-deild:
16:00 Austurríki - Pólland
16:00 Tékkland - Spánn
16:00 Finnland - Noregur
16:15 Ísland - Þýskaland
18:00 Belgía - Danmörk
18:45 Holland - Ítalía
19:00 England - Írland
19:10 Frakkland - Svíþjóð

B-deild:
16:00 Aserbaídsjan - Ungverjaland
16:00 Kósovó - Úkraína
17:00 Bosnía - Portúgal
17:00 Slóvakía - Skotland
17:30 Malta - Norður-Írland
17:30 Tyrkland - Sviss
18:00 Serbía - Ísrael
18:15 Króatía - Wales

C-deild:
14:00 Kasakstan - Rúmenía
15:45 Armenía - Búlgaría
15:45 Færeyjar - Svartfjallaland
16:00 Georgía - Belarús
17:00 Kýpur - Litháen
17:00 Grikkland - Andorra
17:00 Moldóva - Slóvenía
17:00 N-Makedónía - Lettland
17:30 Lúxemborg - Eistland
Athugasemdir
banner
banner
banner