Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   fim 13. júní 2024 10:46
Ívan Guðjón Baldursson
Fonseca nýr stjóri AC Milan (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Paulo Fonseca var rétt í þessu kynntur sem nýr aðalþjálfari AC Milan.

Milan er búið að gera þriggja ára samninga við Fonseca og starfsteymi hans, sem tekur við eftir fimm ár af Stefano Pioli.

Fonseca er 51 árs gamall Portúgali, fæddur í Mósambík, sem hefur aðalþjálfari hjá Lille síðustu tvö ár. Hann gerði fína hluti við stjórnvölinn þar og notaði hinn hæfileikaríka Hákon Arnar Haraldsson mikið á síðustu leiktíð. Fonseca hefur verið að þjálfa síðan 2005 og vann sinn fyrsta titil árið 2013, þá var hann stjóri Porto.

Fonseca er sagður fá 2,5 milljónir evra í árslaun.

Milan er með afar öfluga leikmenn innanborðs á borð við Theo Hernandez, Rafael Leao og Mike Maignan.

Leao gerði samning við Milan sem gildir til 2028 en Hernandez og Maignan eiga báðir tvö ár eftir af samningum sínum við félagið.

Milan endaði í öðru sæti ítölsku deildarinnar með 75 stig úr 38 umferðum og datt úr leik í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Það er spennandi sumar framundan á leikmannamarkaðinum þar sem Milan þarf að fá minnst tvo nýja leikmenn. Það er í algjörum forgangi að finna arftaka fyrir Olivier Giroud í sóknarlínunni og þá sárvantar miðvörð í leikmannahópinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner