Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   fim 13. júní 2024 16:30
Elvar Geir Magnússon
Kelly kynntur hjá Newcastle (Staðfest)
Lloyd Kelly nýr varnarmaður Newcastle.
Lloyd Kelly nýr varnarmaður Newcastle.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Lloyd Kelly hefur skrifað undir fimm ára samning við Newcastle United en hann kemur til félagsins á frjálsri sölu frá Bournemouth.

Hann kom til Bournemouth 2019, þegar Eddie Howe núverandi stjóri Newcastle var stjóri liðsins.

Kelly getur spilað sem vinstri bakvörður eða miðvörður og kemur með fleiri möguleika varnarlega fyrir Newcastle. Félagið hafði reynt að fá Tosin Adarabioyo sem ákvað að ganga í raðir Chelsea frá Fulham.

Kelly lék 25 leiki fyrir Bournemoth á síðasta tímabili og skoraði eitt mark, bikarmark gegn Swansea.

„Ég er hæstánægður með að hafa fengið Lloyd. Hann hefur sannað sig í deildinni og ég hef lengi hrifist að. Auk varnargetunnar þá býr hann yfir leiðtogahæfileikum," segir Howe við heimasíðu Newcastle.


Athugasemdir
banner
banner
banner