Varnarmaðurinn fjölhæfi Calum Chambers er búinn að rifta samningi sínum við Aston Villa og er því frjáls ferða sinna.
Chambers er 29 ára og gekk til liðs við Aston Villa í janúar 2022, en þá gerði hann þriggja og hálfs árs samning við félagið.
Hann bjóst við að fá spiltíma hjá Villa en er ekki í áformum Unai Emery þjálfara og samþykkti að rifta samningnum eftir 36 leiki á tveimur og hálfu ár.
Chambers á 3 landsleiki að baki fyrir England eftir að hafa verið algjör lykilmaður upp yngri landsliðin, en hann var samningsbundinn Arsenal í átta ár og spilaði 122 leiki fyrir félagið.
Chambers vill fá spiltíma og er líklegur til að ganga til liðs við Cardiff City í Championship deildinni.
I would like to thank everyone at Aston Villa Football Club for the last few years! I wish the club all the best for the future! #UTV pic.twitter.com/sA0DKArWPM
— Calum Chambers (@CalumChambers95) July 12, 2024
Aston Villa would like to wish Calum Chambers all the best as he leaves the club. ????
— Aston Villa (@AVFCOfficial) July 12, 2024
Athugasemdir