Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   lau 13. júlí 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Calum Chambers rifti við Aston Villa
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn fjölhæfi Calum Chambers er búinn að rifta samningi sínum við Aston Villa og er því frjáls ferða sinna.

Chambers er 29 ára og gekk til liðs við Aston Villa í janúar 2022, en þá gerði hann þriggja og hálfs árs samning við félagið.

Hann bjóst við að fá spiltíma hjá Villa en er ekki í áformum Unai Emery þjálfara og samþykkti að rifta samningnum eftir 36 leiki á tveimur og hálfu ár.

Chambers á 3 landsleiki að baki fyrir England eftir að hafa verið algjör lykilmaður upp yngri landsliðin, en hann var samningsbundinn Arsenal í átta ár og spilaði 122 leiki fyrir félagið.

Chambers vill fá spiltíma og er líklegur til að ganga til liðs við Cardiff City í Championship deildinni.




Athugasemdir
banner
banner