Franski miðvörðurinn Jean-Clair Todibo er eftirsóttur víða um Evrópu eftir frábært tímabil með OGC Nice í franska boltanum.
Todibo hefur verið meðal allra bestu leikmanna Nice síðan hann kom til félagsins eftir misheppnaða dvöl hjá Barcelona, þar sem hann var einnig lánaður út til Schalke og Benfica en fann ekki taktinn þar heldur.
Varnarmaðurinn er tilbúinn til að skipta um félag en Nice ætlar ekki að veita neinn afslátt. Franska félagið er þegar búið að hafna 35 milljón evra tilboði frá West Ham United í sumar.
Þá er ítalska stórveldið Juventus áhugasamt og gæti boðið lánssamning með kaupskyldu til að kaupa leikmanninn og standast fjármálareglur UEFA á sama tíma.
Búist er við að Hollendingurinn ungi Dean Huijsen yfirgefi Juve í sumar en hann er metinn á um 10 milljónir evra. Sá peningur yrði notaður til að kaupa Todibo.
Todibo er 24 ára gamall og á tvo A-landsleiki að baki fyrir Frakkland.
Athugasemdir