Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   mið 14. júlí 2021 19:24
Ívan Guðjón Baldursson
Þróttur R. náði í framherja úr efstu deild í Bandaríkjunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. er búið að krækja í Dani Rhodes sem gæti orðið gríðarlega mikill liðsstyrkur í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Dani er komin með leikheimild samkvæmt KSÍ en hún er 23 ára gömul og kemur frá Chicago Red Stars, sem leikur í efstu deild í Bandaríkjunum.

Dani er framherji og var lykilmaður í háskólaliði Wisconsin þar sem hún skoraði 38 mörk í 85 leikjum. Hún var fengin til Chicago Red Stars en fékk lítið af tækifærum þar.

Þróttur er í fjórða sæti Pepsi Max-deildarinnar, sex stigum eftir Breiðabliki sem situr í öðru sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner