Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   sun 14. júlí 2024 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Leeds selur Glen Kamara til Rennes
Kamara á 59 leiki að baki fyrir finnska landsliðið.
Kamara á 59 leiki að baki fyrir finnska landsliðið.
Mynd: EPA
Finnski miðjumaðurinn Glen Kamara er á leið til Rennes eftir að hafa verið hjá Leeds United í eitt ár.

Leeds keypti Kamara frá Rangers í fyrrasumar fyrir um 6 milljónir evra og er að selja hann í franska boltann fyrir 10 milljónir.

Leeds græðir því 4 milljónir á miðjumanninum sem stóð sig vel með liðinu í Championship deildinni.

Kamara er 28 ára gamall og var hjá Arsenal í sjö ár en spilaði aldrei leik fyrir meistaraflokk. Hann skipti yfir í skoska boltann eftir dvölina hjá Arsenal og var lykilmaður hjá Dundee FC og Rangers, áður en hann var fenginn aftur yfir til Englands.

Kamara spilaði 42 leiki með Leeds á síðustu leiktíð og reynir nú fyrir sér í Frakklandi. Rennes endaði um miðja Ligue 1 deild á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner