Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
   sun 14. júlí 2024 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Þriðji Höjlund bróðirinn fer til Schalke
Emil Höjlund með U19 landsliði Dana.
Emil Höjlund með U19 landsliði Dana.
Mynd: Getty Images
Fótboltafréttamaðurinn áreiðanlegi Fabrizio Romano greinir frá því að þýska félagið Schalke sé að krækja í Emil Höjlund frá FC Kaupmannahöfn.

Þessar fregnir koma aðeins nokkrum dögum eftir að tvíburabróðir hans, Oscar Höjlund, gekk til liðs við Eintracht Frankfurt í Þýskalandi eftir eitt tímabil með meistaraflokki FCK.

Oscar leikur sem varnarsinnaður miðjumaður og á aðeins 23 keppnisleiki að baki fyrir meistaraflokk, en tvíburabróðir hans Emil sem fer til Schalke er framherji.

Emil hefur aðeins komið við sögu í þremur keppnisleikjum með meistaraflokki FCK en hann hefur verið iðinn við markaskorun með U19 liði félagsins.

Tvíburarnir eru 19 ára gamlir og eru þeir yngri bræður Rasmus Höjlund, 21 árs framherja Manchester United.
Athugasemdir