Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fim 14. september 2017 16:59
Elvar Geir Magnússon
Willum eldri um að mæta syninum: Tilfinningin býsna vond
Willum Þór Þórsson, þjálfari KR.
Willum Þór Þórsson, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, segir að það sé býsna vond tilfinning að mæta syni sínum í dag.

Hinn 18 ára Willum Þór Willumsson er í byrjunarliði Breiðabliks gegn KR en leikurinn er nýhafinn í Kópavoginum.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum.

„Þetta er mjög sérstök tilfinning og ég get eiginlega ekki lýst henni. Hún er hreinlega bara býsna vond," sagði Willum eldri við Arnar Björnsson á Stöð 2 Sport fyrir beina útsendingu frá leiknu,.

„Hann er yfirvegaður og nálgast verkefnið þannig. Ég hef ekki miklar áhyggjur af honum, ég hef miklu meiri áhyggjur af mér. Hann er mjög yfirvegaður og rólegur og fer af fullum krafti í þetta,"

Willum segir að þeir feðgar hafi gert samkomulag um að ræða ekkert um fótboltann í aðdraganda leiksins.

„Það voru engar spurningar um það hvernig liðið væri eða hvort hann væri að spila. Fyrir þennan leik fengu menn að vera í friði."
Athugasemdir
banner
banner