Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 14. september 2023 11:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Vona að hún verði áfram en hennar vegna vona ég að hún komist eitthvað lengra"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra María Jessen hefur verið í lykilhlutverki með Þór/KA á tímabilinu. Hún hefur skorað sjö mörk í sextán leikjum og vantar eitt mark upp á til að jafna markafjölda sinn frá því í fyrra. Meiðsli settu strik í reikninginn hjá Söndru sem handleggsbrotnaði í júní og missti í kjölfarið af landsliðsverkefni.

Hún mætti til baka í síðasta mánuði og var valin í landsliðshóp Þorsteins Halldórssonar fyrr í þessum mánuði.

Hún hefur verið orðuð við RB Leipzig í Þýskalandi en Sandra hefur áður spilað í Þýskalandi og er með sterka tengingu þangað.

Hún skoraði eitt af mörkum Þór/KA í sigrinum gegn Breiðabliki í gær og var Pétur Heiðar Kristjánsson, aðstoðarþjálfari liðsins, spurður út í sögur um áhuga erlendis frá í viðtali eftir leikinn.

„Fyrsta skiptið sem ég heyri það. Auðvitað eru lið að skoða hana úti, það er engin spurning, og örugglega á Íslandi líka. Ég vona að hún verði áfram en hennar vegna vona ég að hún komist eitthvað lengra líka," sagði Peddi. Viðtalið við hann má nálgast í spilaranum neðst.

Sandra er 28 ára og spilar oftast á vinstri kantinum. Hún hefur á ferlinum spilað með Þór/KA og Bayer Leverkusen en var einnig um tíma á láni hjá Slavia Prag í Tékklandi.

Það var Orri Rafn Sigurðarson sem sagði frá því á X að RB Leipzig hefði áhuga á Söndru og að einnig væri áhugi frá öðrum þýskum félögum sem og félagi frá Ástralíu.

Samningur Söndru við Þór/KA rennur út í lok árs. Síðasta vetur reyndi Valur að fá hana í sínar raðir en Þór/KA hafnaði tilboði Íslandsmeistaranna í leikmanninn.


Pétur um langyngsta leikmann deildarinnar: 'Once in a lifetime talent'
Athugasemdir
banner
banner
banner