Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   fim 14. nóvember 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Claudio Ranieri tekur við Roma (Staðfest)
Claudio Ranieri.
Claudio Ranieri.
Mynd: Getty Images
Claudio Ranieri hefur tekið þjálfaraflautuna af hillunni og er tekinn við Roma á nýjan leik. Hann gerði samning við félagið sem gildir út tímabilið og eftir það mun hann sinna ráðgjafahlutverki hjá félaginu. Í tilkynningu Roma segir að hann muni koma að leitinni að næsta stjóra liðsins.

Þetta er í þriðja sinn sem hann tekur við stjórnartaumunum hjá Roma á löngum þjálfaraferli.

Ranieri lagði þjálfaraflautuna á hilluna eftir síðustu leiktíð með Cagliari en hefur ákveðið að taka hana aftur niður til að aðstoða Roma á erfiðum tímapunkti.

Þetta er í þriðja sinn sem Ranieri tekur við þjálfun á liði AS Roma eftir að hafa stýrt félaginu frá 2009 til 2011 og aftur til bráðabirgða 2019, en hann hóf fótboltaferilinn sinn einnig með félaginu árið 1973.

Í fortíðinni hefur Ranieri meðal annars þjálfað Napoli, Atlético Madrid, Valencia, Juventus, Inter og Chelsea en vann sér helst til frægðar að sigra ensku úrvalsdeildina á ótrúlegan hátt með Leicester City tímabilið 2015-16.

Roma er sem stendur í tólfta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar. Félagið lét Ivan Juric fara eftir tap um liðna helgi.
Athugasemdir
banner
banner
banner