Man Utd orðað við tvo leikmenn Sporting - Hvað verður um Neymar? - Fyrrum lærisveinn Slot orðaður við Liverpool - Nær Arsenal í Vlahovic?
   mán 18. nóvember 2024 23:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pickford: Tökum þetta skrefi lengra og lyftum þessum bikar
Mynd: Getty Images

Jordan Pickford, landsliðsmarkvörður Englands, er mjög spenntur fyrir komu Thomas Tuchel sem verður landsliðsþjálfari á næsta ári.


England hefur ekki unnið stórmót síðan á HM 1966 en hefur farið alla leið í úrslit á EM 2020 og 2024.

„Nýi stjórinn kemur inn í janúar og hann er sigurvegari. Aðal markmiðið er að fara til Bandaríkjanna og lyfta þessum bikar. Við einbeitum okkur klárlega að því. Við höfum verið svo nálægt því, við viljum taka þetta skrefi lengra," sagði Pickford.

Pickford spilaði 73. landsleikinn sinn gegn Írlandi í gær en Gordon Banks spilaði jafn marga. Joe Hart, David Seaman og Peter Shilton spiluðu fleiri en Shilton er á toppnum með 125 leiki.


Athugasemdir
banner
banner
banner