Ný stytta af Harry Kane, markahæsta landsliðsmanni í sögu Englands, var vígð í dag eftir að hafa verið í fimm ár í geymslu.
Styttan er í íþróttamiðstöð í Walthamstow, heimabæ enska landsliðsfyrirliðans. Kane var sjálfur mættur á athöfnina í dag og sagðist vera mjög stoltur.
Styttan er í íþróttamiðstöð í Walthamstow, heimabæ enska landsliðsfyrirliðans. Kane var sjálfur mættur á athöfnina í dag og sagðist vera mjög stoltur.
Styttan var byggð árið 2019 en það fannst enginn löglegur staður fyrir hana, ekki fyrr en núna.
Það er óhætt að segja að styttan hafi fengið misjafna dóma en dæmi hver fyrir.
Það kostaði um 1,3 milljónir íslenskra króna að gera styttuna sem má sjá hér fyrir neðan.
???? A statue of Harry Kane has been unveiled at The Peter May Centre in London. Thoughts? pic.twitter.com/n8I6dqHz4N
— Times Sport (@TimesSport) November 18, 2024
Athugasemdir