Man Utd orðað við tvo leikmenn Sporting - Hvað verður um Neymar? - Fyrrum lærisveinn Slot orðaður við Liverpool - Nær Arsenal í Vlahovic?
   mán 18. nóvember 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ný stytta af Kane vígð eftir að hafa verið í fimm ár í geymslu
Harry Kane.
Harry Kane.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ný stytta af Harry Kane, markahæsta landsliðsmanni í sögu Englands, var vígð í dag eftir að hafa verið í fimm ár í geymslu.

Styttan er í íþróttamiðstöð í Walthamstow, heimabæ enska landsliðsfyrirliðans. Kane var sjálfur mættur á athöfnina í dag og sagðist vera mjög stoltur.

Styttan var byggð árið 2019 en það fannst enginn löglegur staður fyrir hana, ekki fyrr en núna.

Það er óhætt að segja að styttan hafi fengið misjafna dóma en dæmi hver fyrir.

Það kostaði um 1,3 milljónir íslenskra króna að gera styttuna sem má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner