Craig Bellamy, landsliðsþjálfari Wales, er mikill aðdáandi Orra Steins Óskarssonar, sóknarmanns íslenska landsliðsins.
Bellamy, sem var sjálfur sóknarmaður á sínum ferli, hrósaði Orra þegar hann mætti á Laugardalsvöll fyrir nokkrum vikum síðan og gekk enn lengra í hrósi sínu er hann ræddi við Vísi um hann núna.
Bellamy, sem var sjálfur sóknarmaður á sínum ferli, hrósaði Orra þegar hann mætti á Laugardalsvöll fyrir nokkrum vikum síðan og gekk enn lengra í hrósi sínu er hann ræddi við Vísi um hann núna.
„Hann fékk þessi stóru félagsskipti til Real Sociedad. Hann hefur kannski ekki komist almennilega á flug þar hingað til. Hann mun gera það. Það mun gerast," sagði Bellamy sem lék lengi sem sóknarmaður í ensku úrvalsdeildinni.
Hann telur að nafn Orra verði brátt þekkt um allan heim.
„Ég trúi því að þessi ungi leikmaður muni á næstu fimm til sex árum verða heimsþekktur. Ég tel hann vera það góðan."
Bellamy segist fylgjast náið með Orra og ekki bara út af leikjum gegn Íslandi, hann sé bara það spenntur fyrir honum.
Athugasemdir