Það er mikil spenna í Wales fyrir leiknum gegn Íslandi í Þjóðadeildinni á morgun og tæplega 30 þúsund miðar selst. Leikurinn er feikilega mikilvægur fyrir bæði lið.
Ísland mun með sigri á morgun enda í öðru sæti riðilsins, jafntefli eða tap og þriðja sæti verður niðurstaðan. Annað sætið gefur umspil um sæti í A-deild en þriðja sætið umspil um að halda sér í B-deild. Wales hefur einnig að miklu að keppa, liðið getur endað númer eitt, tvö eða þrjú í riðlinum. Það er því fróðlegur úrslitaleikur framundan.
Age Hareide og Jóhann Berg Guðmundsson spjölluðu við fjölmiðlamenn á fréttamannafundi í Cardiff í dag og búast þeir við allt öðruvísi leik en þegar Ísland vann Svartfjallaland á laugardaginn.
Ísland mun með sigri á morgun enda í öðru sæti riðilsins, jafntefli eða tap og þriðja sæti verður niðurstaðan. Annað sætið gefur umspil um sæti í A-deild en þriðja sætið umspil um að halda sér í B-deild. Wales hefur einnig að miklu að keppa, liðið getur endað númer eitt, tvö eða þrjú í riðlinum. Það er því fróðlegur úrslitaleikur framundan.
Age Hareide og Jóhann Berg Guðmundsson spjölluðu við fjölmiðlamenn á fréttamannafundi í Cardiff í dag og búast þeir við allt öðruvísi leik en þegar Ísland vann Svartfjallaland á laugardaginn.
Allir vilja spila svona leiki
„Já algjörlega. Völlurinn í Svartfjallalandi var erfiður fyrir leikmenn. Sá leikur snerist um að berjast fyrir úrslitunum og leikmenn gerðu það. Leikurinn á morgun verður væntanlega eins og úrslitaleikir eru, allir vilja spila í úrslitaleikjum eins og þessum," segir Hareide.
„Þetta verður öðruvísi leikur en að sama skapi verðum við að berjast eins og við gerðum úti, vera þéttir varnarlega og gefa fá færi á okkur. Auðvitað verða gæðin meiri hjá Wales á morgun en Svartfjallalandi, þetta verður alvöru leikur og það er mikil tilhlökkun."
Pressan er á Wales
„Ég held að pressan sé klárlega á Wales. Þeir eru með stuðningsmennina á sínum heimavelli. Stuðningsmennirnir búast við því að Wales vinni okkur. Craig Bellamy er að innleiða nýjan leikstíl og hefur unnið gott starf. Það tekur samt allt tíma. Velska liðið hefur ekki fengið mörg mörk á sig og það er erfitt að brjóta liðið á bak aftur," segir Hareide.
Aron Einar Gunnarsson meiddist snemma leiks gegn Svartfjallalandi og verður ekki með á morgun. Þá er Logi Tómasson, hetja okkar í fyrri leiknum gegn Wales, í leikbanni.
„Varnarlínan gerði mjög vel í Svartfjallalandi og varðist virkilega vel í teignum. Það er mikilvægt að þeir séu öruggir þegar þeir koma inn í leikinn. Það þarf að gera breytingar en menn hafa spilað þessar stöður áður. Ég hef ekkert sérstakar áhyggjur af því. Við viljum sækja á Wales en líka verjast þegar þörf er á. Þetta er tækifæri fyrir menn að sýna að þeir séu á landsliðsklassa og ég held að þeir muni grípa það," segir Hareide.
Vitum hvar veikleikar Wales liggja
Jóhann Berg er brattur fyrir leiknum á morgun og telur að Ísland geti unnið útisigur.
„Við þurfum að nýta þeirra veikleika. Það eru öll lið með veikleika og við vitum nákvæmlega hvar þeirra veikleikar liggja. Vonandi getum við nýtt okkur það á morgun. Margir leikmenn okkar eru að spila gríðarlega vel með sínum félagsliðum og landsliðinu. Ef þeir gera það á morgun verður það frábært fyrir okkur," segir Jóhann Berg.
Landslið karla - Þjóðadeild
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Tyrkland | 5 | 3 | 2 | 0 | 8 - 3 | +5 | 11 |
2. Wales | 5 | 2 | 3 | 0 | 5 - 3 | +2 | 9 |
3. Ísland | 5 | 2 | 1 | 2 | 9 - 9 | 0 | 7 |
4. Svartfjallaland | 5 | 0 | 0 | 5 | 1 - 8 | -7 | 0 |
Athugasemdir