Írar hafa miklar áhyggjur af hugarfari írsku landsliðsmannanna eftir viðtal sem Heimir Hallgrímsson fór í á dögunum.
Írland vann Finnland en steinlá gegn Englandi í gær og liðið fer í umspil um að halda sæti sínu í B deild Þjóðadeildarinnar.
Heimir hafði áhyggjur af því að leikmenn liðsins voru aðeins of rólegir fyrir leik liðsins gegn Finnum og Keith Treacy tók undir það en hann ræddi um írska landsliðið í hlaðvarpi RTE Soccer.
„Það sagði mikið þegar Heimir fór í viðtal fyrir Finnlands leikinn. Hann var ný búinn að vera inn í búningsklefanum og sagði að menn væri rólegir, 'kannski aðeins of rólegir fyrir minn smekk'," sagði Treacy.
„Ég hef verið í írska hópnum. Á hótelinu í þessum venjulegu landsleikjum en með Robbie Keane, Richard Dunne, Shay Given, Damien Duff eða John O'Shea, maður fer í morgunmat og það er eitthvað í loftinu."
„Maður var alltaf á tánum, hárin risu á hnakkanum því það breytist eitthvað hjá þessum mönnum og það smitar út í hópinn."