Síðustu leikirnir í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar fara fram í kvöld.
Úrslitin eru ráðin í 3. riðli í A deild en Þýskaland og Holland fara í útsláttakeppnina á meðan Ungverjaland fer í umspil um að halda sæti sínu en Bosnía er fallið í B deild.
Það er allt galopið í 1. riðli í B deild en Tékkland er á toppnum með 8 stig, Georgía og Albanía með sjö stig en Úkraína rekur lestina. Þá mætast Svartfellingar og Tyrkir í riðli Íslands en úrslit leiksins hefur ekki áhrif á íslenska liðið.
Þá eru Svíar komnir upp í B deild og Slóvakía fer í umspil.
Þjóðadeildin A
19:45 Bosnía - Holland
19:45 Ungverjaland - Þýskaland
Þjóðadeildin B
19:45 Albanía - Úkraína
19:45 Tékkland - Georgía
19:45 Svartfjallaland - Tyrkland
Þjóðadeildin C
19:45 Slóvakía - Eistland
19:45 Svíþjóð - Aserbaídsjan
Þjóðadeildin D
19:45 Malta - Andorra