Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 18. nóvember 2024 17:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ungur Bliki á reynslu hjá Malmö
Mynd: Aðsend
Alekss Kotlevs, leikmaður Breiðabliks, er þessa dagana á reynslu hjá sænsku meisturunum í Malmö.

Hann er fæddur árið 2008 og hefur bæði æft með U17 og U19 liði félagsins og spilað æfingaleiki.

Alekss gekk í raðir Breiðabliks í sumar frá Völsungi og lék með 2. og 3. flokki Breiðabliks í sumar.

Hann er efnilegur miðvörður sem lék á sínum tíma þrjá leiki með U15 landsliði Íslands árið 2022. Hann hefur síðan verið valin í U16 og U17 ára landslið Lettlands.

U19 landsliðsmaðurinn Daníel Tristan Guðjohnsen er leikmaður Malmö.
Athugasemdir
banner
banner
banner