Wales og Ísland mætast á Cardiff City leikvangnum í kvöld en um helgina rifjuðum við upp vináttulandsleik þjóðanna fyrir tíu árum. Gareth Bale hélt þá sannkallaða sýningu.
Breskir fjölmiðlar hafa einnig rifjað upp þann leik, og ekki síst markið sem Bale skoraði í leiknum eftir magnað einstaklingsframtak. Wales vann leikinn 3-1. Hér að neðan má sjá markið sem Bale skoraði.
Breskir fjölmiðlar hafa einnig rifjað upp þann leik, og ekki síst markið sem Bale skoraði í leiknum eftir magnað einstaklingsframtak. Wales vann leikinn 3-1. Hér að neðan má sjá markið sem Bale skoraði.
Í grein BBC er sagt að ekki sé nægilega oft talað um þetta mark hjá Bale gegn Íslandi. Kannski það sé vegna þess að hann skoraði svo svipað mark með Real Madrid gegn Barcelona mánuði síðar í úrslitaleik spænska Konungsbikarsins, Copa Del Rey.
„Það er ekki talað nægilega oft um þetta mark. Það fellur í skuggann á Barcelona markinu en er engu síðra," segir Danny Gabbidon, fyrrum lekmaður Wales.
„Þegar Gaz fór framhjá íslenska varnarmanninum þá vissi maður hvar þetta myndi enda. Hann var það góður. Ég vorkenndi srundum liðunum sem þurftu að glíma við hann, því hann var óviðráðanlegur."
The last time Iceland came to Cardiff ????@GarethBale11 ??#UNL | #TogetherStronger pic.twitter.com/BWCnoWvBcm
— Wales ???????????????????????????? (@Cymru) November 18, 2024
Athugasemdir