Pulisic, Amorim, Zirkzee, Osimhen, Raphinha, Murillo, Chiesa og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. nóvember 2024 10:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Verðlaunaður fyrir góða byrjun á tímabilinu - Semur til 2030
Mynd: Getty Images
Morgan Rogers, sóknarmaður Aston Villa, hefur skrifað undir nýjan samning við Villa og er nú samningsbundinn félaginu út júní 2030.

Rogers var keyptur frá Middlesbrough í janúar og skoraði þrjú mörk í átta byrjunarliðsleikjum í úrvalsdeildinni seinni hluta síðasta tímabils.

Hann hefur svo verið í lykilhlutverki á þessu tímabili, skorað þrjú mörk og lagt upp tvö í ellefu deildarleikjum, öllum sem byrjunarliðsleikjum. Hann hefur einnig byrjað alla fjóra leikina í Meistaradeildinni og hefur þar lagt upp eitt mark.

Rogers er 22 ára Englendingur og lék í þessum landsleikjaglugga sína fyrstu tvo A-landsleiki. Hann er uppalinn hjá WBA en fór svo til Manchester City. Middlesbrough keypti hann á óuppgefna upphæð frá City sumarið 2023 og Villa keypti hann á 8 milljónir punda í janúar en sú upphæð getur alls orðið um 15 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner