Man Utd orðað við tvo leikmenn Sporting - Hvað verður um Neymar? - Fyrrum lærisveinn Slot orðaður við Liverpool - Nær Arsenal í Vlahovic?
   mán 18. nóvember 2024 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Þurfum að styrkja hugarfarið en ekki hópinn"
Mynd: EPA

AC Milan hefur verið í vandræðum með að ná stöðugleika á tímabilinu undir stjórn Pablo Fonseca.

Liðið situr í 7. sæti ítölsku deildarinnar og hefur nælt í sex stig úr fjórum leikjum í Meistaradeildinni.

Liðið fær Juventus í heimsókn um helgina en Zlatan Ibrahimovic ráðgjafi hjá Milan ræddi við Sky Sports á Ítalíu um vandræði Milan.


„Við erum að vinna í því á hverjum degi að ná stöðugleika. Liðið er að geera vel en við gætum gert betur og það viljum við. Við höfum tapað leikjum sem við ættum ekki að tapa. Það snýst um andlegan stöðugleika, þegar við finnum það þá mun liðið gera miklu betur. Við erum jákvæðir og erum að bæta okkur daglega," sagði Zlatan.

Hann var spurður að því hvort það ætti að styrkja hópinn í janúar.

„Allir eru sérfræðingar og eru með ráð, ég er að grínast. Félagaskiptaglugginn er alltaf í gangi, við erum með njósnateymi sem skoðar leikmenn," sagði Zlatan.

„Samt sem áður erum við ekki að hugsa um styrkingar núna. Við sjáum til hvað gerist næstu tvo mánuðina, vonandi verða engin meiðsli. Ef allt fer vel munum við halda áfram með þennan hóp."


Athugasemdir
banner
banner