Aron Einar Gunnarsson getur ekki spilað gegn Wales á morgun vegna þeirra meiðsla sem hann hlaut í sigrinum gegn Svartfjallalandi á laugardaginn.
Aron er þó enn með íslenska landsliðshópnum og horfði á æfingu Íslands á Cardiff City leikvangnum í dag. Hann var mættur á sinn gamla heimavöll en hann spilaði með Cardiff 2011–2019.
Hann spjallaði meðal annars við einn af vallarstarfsmönnunum, sem hann þekkti greinilega frá árum sínum með velska félaginu.
Aron er þó enn með íslenska landsliðshópnum og horfði á æfingu Íslands á Cardiff City leikvangnum í dag. Hann var mættur á sinn gamla heimavöll en hann spilaði með Cardiff 2011–2019.
Hann spjallaði meðal annars við einn af vallarstarfsmönnunum, sem hann þekkti greinilega frá árum sínum með velska félaginu.
Jóhann Berg Guðmundsson var spurður á fréttamannafundi hvaða áhrif fjarvera Arons hefði. Hversu slæmt er að vera án Arons Einars á móti Wales?
„Það er mjög slæmt og leiðinlegt fyrir hann aðallega að hafa lent í þessu. Ég veit hvernig honum líður því ég hef lent sjálfur í þessu margoft. Þetta er eitthvað sem fótboltamaður vill ekki upplifa að þurfa að fara svona snemma af velli,“ sagði Jóhann á fundinum.
„Auðvitað hefðum við vilja hafa hann hérna í vörninni með okkur en við verðum bara að takast á við það. Hann er ekki með okkur og það kemur maður í manns stað eins og við vitum. Einhver annar fær tækifærið og vonandi grípur hann það og spilar flottan leik á morgun."
Ísland mun með sigri á morgun enda í öðru sæti riðilsins, jafntefli eða tap og þriðja sæti verður niðurstaðan. Annað sætið gefur umspil um sæti í A-deild en þriðja sætið umspil um að halda sér í B-deild. Wales hefur einnig að miklu að keppa, liðið getur endað númer eitt, tvö eða þrjú í riðlinum. Það er því fróðlegur úrslitaleikur framundan.
Landslið karla - Þjóðadeild
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Tyrkland | 5 | 3 | 2 | 0 | 8 - 3 | +5 | 11 |
2. Wales | 5 | 2 | 3 | 0 | 5 - 3 | +2 | 9 |
3. Ísland | 5 | 2 | 1 | 2 | 9 - 9 | 0 | 7 |
4. Svartfjallaland | 5 | 0 | 0 | 5 | 1 - 8 | -7 | 0 |
Athugasemdir