Man Utd orðað við tvo leikmenn Sporting - Hvað verður um Neymar? - Fyrrum lærisveinn Slot orðaður við Liverpool - Nær Arsenal í Vlahovic?
   þri 19. nóvember 2024 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stuðningsmenn Gana fögnuðu vítaklúðri Kudus
Mohammed Kudus í leik með Gana
Mohammed Kudus í leik með Gana
Mynd: EPA

Gana fer ekki í Afríkukeppnina eftir arfaslaka undankeppni í ár.

Gana hefur lengi verið meðal bestu landsliða í Afríku en liðið mun ekki spila í Afríkukeppninni eftir að hafa endað á botni riðilsins í undankeppninni.


Liðið tapaði lokaleik sínum í gær gegn Niger sem varð til þess að liðið endaði á botninum aðeins með þrjú sig úr sex leikjum.

Lokastaðan var 2-1 en Gana fékk vítaspyrnu á lokasekúndum leiksins. Mohammed Kudus, leikmaður West Ham, steig á punktinn. Það vakti athygli að stuðningsmenn Gana virtust reyna að taka hann úr jafnvægi og fögnuðu síðan þegar hann klúðraði spyrnunni.


Athugasemdir
banner
banner