Gana fer ekki í Afríkukeppnina eftir arfaslaka undankeppni í ár.
Gana hefur lengi verið meðal bestu landsliða í Afríku en liðið mun ekki spila í Afríkukeppninni eftir að hafa endað á botni riðilsins í undankeppninni.
Liðið tapaði lokaleik sínum í gær gegn Niger sem varð til þess að liðið endaði á botninum aðeins með þrjú sig úr sex leikjum.
Lokastaðan var 2-1 en Gana fékk vítaspyrnu á lokasekúndum leiksins. Mohammed Kudus, leikmaður West Ham, steig á punktinn. Það vakti athygli að stuðningsmenn Gana virtust reyna að taka hann úr jafnvægi og fögnuðu síðan þegar hann klúðraði spyrnunni.
Ghana fans chanting “away” as Kudus steps to take a penalty vs Niger. The fans celebrate as he missed.
— Saddick Adams (@SaddickAdams) November 18, 2024
The highest form of disapproval I’ve experienced. ???? pic.twitter.com/nyKQPBuDVU