Man Utd orðað við tvo leikmenn Sporting - Hvað verður um Neymar? - Fyrrum lærisveinn Slot orðaður við Liverpool - Nær Arsenal í Vlahovic?
   mán 18. nóvember 2024 16:50
Elvar Geir Magnússon
Wales
Bellamy: Virkilega góðir leikmenn að koma upp hjá Íslandi
Icelandair
Frá fréttamannafundi Wales í dag.
Frá fréttamannafundi Wales í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Craig Bellamy stefnir hátt sem þjálfari velska landsliðsins og hann fór yfir vegferð sína og hugmyndir á fréttamannafundi fyrir leikinn gegn Íslandi, sem fram fer á morgun.

Það er stemning og meðbyr með velska landsliðinu. Bellamy varð fyrsti þjálfari Wales í sögunni sem fer ósigraður í gegnum fjóra fyrstu leiki sína, hann bætti svo þeim fimmta við með jafnteflinu í Tyrklandi. Bellamy er að fara feikilega vel af stað sem stjóri liðsins og það verður væntanlega flott stemning á Cardiff City leikvangnum.

„Við erum á heimavelli og erum með stuðningsmennina með okkur. Við þurfum að geta spilað okkar leik gegn erfiðum andstæðingum, bæði með boltann og án hans," sagði Bellamy um leikinn gegn Íslandi.

Hann segist vilja halda ferskleika og ákefð en hann hefur notað hópinn vel í landsliðsgluggunum og verið óhræddur við að gera breytingar fyrir seinni leiki í gluggum.

Ísland mun með sigri á morgun enda í öðru sæti riðilsins, jafntefli eða tap og þriðja sæti verður niðurstaðan. Annað sætið gefur umspil um sæti í A-deild en þriðja sætið umspil um að halda sér í B-deild. Wales hefur einnig að miklu að keppa, liðið getur endað númer eitt, tvö eða þrjú í riðlinum. Það er því fróðlegur úrslitaleikur framundan.

„Eina sem ég hugsa um er að vinna þennan leik. Það sem gerist mun gerast. Við viljum vinna leiki, sama hver andstæðingurinn er. Við getum ekkert stjórnað því sem gerist í öðrum leikjum en við ætlum okkur að vinna," segir Bellamy.

Hann fór fögrum orðum um íslenska landsliðið í síðasta mánuði og hélt uppteknum hætti á fundinum í dag.

„Þetta er lið sem aldrei er hægt að útiloka, þeir hafa verið á svipaðri vegferð og við. Þeir hafa verið að komast á lokamót og í umspili um að komast þangað. Þeir hafa mikla reynslu og það eru virkilega góðir leikmenn að koma upp hjá þeim. Þetta verður mjög erfiður leikur."

Hann hefur til dæmis lýst yfir aðdáun sinni á Orra Steini Óskarssyni.

„Hann er verulega góður leikmaður. Varnarmennirnir okkar eru mjög góðir en þeir þurftu að leggja mikið á sig í kvöld," sagði Bellamy eftir 2-2 jafnteflið á Laugardalsvelli í síðasta mánuði. „Þeir voru að spila gegn verulega góðum leikmönnum. Ísland vill spila hratt og eru með hæfileikaríka leikmenn. Það var góður bardagi á milli varnarmanna okkar og sóknarmanna þeirra."
Landslið karla - Þjóðadeild
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Tyrkland 5 3 2 0 8 - 3 +5 11
2.    Wales 5 2 3 0 5 - 3 +2 9
3.    Ísland 5 2 1 2 9 - 9 0 7
4.    Svartfjallaland 5 0 0 5 1 - 8 -7 0
Athugasemdir
banner
banner
banner