Chelsea hefur áhuga á því að fá Caoimhin Kelleher, markvörð Liverpool, í sínar raðir.
Þetta herma heimildir enska götublaðsins The Sun.
Þetta herma heimildir enska götublaðsins The Sun.
Það er búist við því að írski landsliðsmarkvörðurinn yfirgefi Anfield eftir tímabilið þar sem Liverpool er búið að fjárfesta í markverðinum Giorgi Mamardashvili.
Mamardashvili er spennandi markvörður sem Liverpool keypti frá Valencia síðasta sumar. Hann er núna á láni hjá Valencia en verður líklega Alisson til halds og trausts á næstu leiktíð.
Kelleher hefur verið frábær varamarkvörður fyrir Liverpool en er líklega að hugsa sér núna að fara og verða aðalmarkvörður. Hann myndi líklega fá það hlutverk hjá Chelsea.
Það er þó spurning hvort Liverpool sé tilbúið að leyfa honum að fara til liðs sem þeir líta á sem keppinaut. Það mun koma betur í ljós.
Athugasemdir