Jonathan David, leikmaður Lille í Frakklandi, hefur verið frábær á þessari leiktíð en hann dreymir um að spila með Barcelona.
Þessi 24 ára gamli sóknarmaður hefur skorað 13 mörk í 18 leikjum á tímabilinu. Hann hefur verið orðaður við mörg stórlið undanfarið en samningur hans við franska liðið rennur út í sumar.
Hann gæti yfirgefið Lille í janúar ef eitthvað félag er tilbúið að borga fyrir hann eða látið samninginn renna út og farið á frjálsri sölu næsta sumar.
„Það er aldrei auðvelt að fara í nýtt félag á miðju tímabili. Það ere ekki eins og þetta sé í byrjun tímabils þar sem þú færð undirbúningstímabil og nærð að kynnast liðsfélögunum. Janúarmánuður er mjög erilsamur," sagði David í viðtali hjá The Athletic.
Hann dreymir um að spila með Barcelona.
„Ég studdi Barcelona þegar ég var að alast upp. Það er draumur að spila fyrir félagið sem þú studdir í æsku," sagði David.
David er liðsfélagi Hákon Hákonar Arnars Haraldssonar hjá Lille.