Man Utd orðað við tvo leikmenn Sporting - Hvað verður um Neymar? - Fyrrum lærisveinn Slot orðaður við Liverpool - Nær Arsenal í Vlahovic?
   þri 19. nóvember 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Týndi vegabréfinu og komst því ekki í landsliðsverkefni
Michail Antonio í leik með landsliði Jamaíku
Michail Antonio í leik með landsliði Jamaíku
Mynd: Getty Images

Michail Antonio, leikmaður West Ham, spilaði ekki með landsliði Jamaíku þegar liðið heimsótti bandaríska landsliðið í Þjóðadeildinni í nótt.


Ástæða þess er heldur vandræðalegt því hann hafði týnt vegabréfinu en Steve McClaren, landsliðsþjálfari Jamaíku, sagði frá þessu. Hann sagði að það hafi ekki verið nægilega mikill tími til að fá nýtt vegabréf.

Kaheim Dixon, framherji Charlton, lenti einnig í sömu vandræðum og var því ekki með.

Jamaíka og Bandaríkin áttust einnig við aðfaranótt föstudagsins en Bandaríkin unnu báða leikina. Fyrri leikurinn fór 1-0 en sá seinni 4-2. Antonio var ekki með í fyrri leiknum þar sem hann tók út leikbann.


Athugasemdir
banner
banner
banner