Rúben Amorim stýrir Manchester United í fyrsta sinn um helgina þegar liðið heimsækir Ipswich.
Breskir fjölmiðlar greina frá því að hann muni ekki fá mikinn pening til að kaupa leikmenn og þurfi því að treysta á hópinn og nýta yngri leikmenn félagsins.
Þetta er gert til að stöðva kostnaðarsama hringrás sem hefur myndast hjá félaginu undanfarin ár án árangurs.
Félagið hefur keypt að meðaltali fimm nýja leikmenn á hverju sumri undanfarin tíu ár en fjórir stjórar hafa verið við stjórnvölin á þeim tíma.
Vonast er til að leikmenn á borð við Mason Mount og Rasmus Höjlund geti sprungið út undir stjórn Amorim en þeir hafa ekki náð að sýna sitt rétta andlit í rauðu treyjunni.
Athugasemdir