Það var hátíð í San Marínó þegar liðið vann sinn fyrsta leik á útivelli í sögunni. Liðið vann Liechtenstein og tryggði sér um leið sæti í C deild Þjóðadeildarinnar.
Leiknum lauk með 3-1 sigri San Marínó en þetta var í fyrsta sinn í sögunni sem liðið skorar þrjú mörk í sama leiknum. Liðið vann Liechtenstein einnig í september.
Marco Tura, forseti fótboltasambandsins í San Marínó var að vonum mjög tilfinningaríkur í leikslok.
„Fyrir utan að þjást af alvarlegri hættu á hjartaáfalli þá er það eina sem ég get sagt er að strákarnir skrifuðu söguna í kvöld," sagði Tura.
„Sem manneskjur, íþróttamenn og karlmenn hafa þeir sýnt hversu megnugir þeir eru, ég grét með þeim."
Athugasemdir