Man Utd orðað við tvo leikmenn Sporting - Hvað verður um Neymar? - Fyrrum lærisveinn Slot orðaður við Liverpool - Nær Arsenal í Vlahovic?
   mán 18. nóvember 2024 21:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Davies um Bentancur: Mikilvægt að skoða svona mál
Heung min Son og Rodrigo Bentancur
Heung min Son og Rodrigo Bentancur
Mynd: Getty Images

Enska fótboltasambandið staðfesti í morgun að Rodrigo Bentancur, miðjumaður Tottenham, hefur verið dæmdur í sjö leikja bann.

Bannið fékk hann vegna ummæla í garð liðsfélaga síns, Heung min Son. Úrúgvæskur sjónvarpsmaður bað Bentancur um að gefa sér Tottenham treyju og þá svaraði miðjumaðurinn:

„Viltu treyjuna frá Sonny? Hún gæti líka verið frá frænda hans þar sem þeir líta allir eins út."


Ben Davies, leikmaður Tottenham, er nú að undirbúa sig með landsliði Wales fyrir leikinn gegn Íslandi í Þjóðadeildinni á morgun en hann var spurður út í málið.

„Ég las fréttirnar í morgun eins og allir aðrir. Við leystum málin hjá Tottenham og nú er búið að gera það fyrir utan Tottenham líka," sagði Davies.

„Við erum búnir að setja punktinn yfir i-ið og haldið áfram. En að lokum er mikilvægt að við áttum okkur á því að það þarf að skoða svona mál með þeirri alvöru sem hefur verið gert. Hvað mig og liðið varðar er málinu lokið."


Athugasemdir
banner
banner
banner