Jón Þór Finnbogason hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við ÍA. Hann gildir til næstu tveggja ára.
Jón Þór er sóknarsinnaður miðjumaður fæddur árið 2008. Hann lék með 3. og 2. flokki félagsins á síðustu leeiktíð.
Hann á að baki þrjá landsleiki fyrir hönd U15 landsliðs Íslands.
„Til hamingju Jón Þór, við hlökkum mikið til að fylgjast með þér næstu árin," segir í tilkynningu frá félaginu.
Það gleður okkur mikið að tilkynna það að Jón Þór Finnbogason hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við KFÍA. Samningurinn gildir í tvö ár og rennur út eftir tímabilið 2026.
— ÍA Akranes FC (@Skagamenn) November 18, 2024
Jón Þór er mjög efnilegur sóknarsinnaður miðjumaður, fæddur árið 2008, sem spilaði bæði með 3. og 2.… pic.twitter.com/NJBZ4KKIZm
Athugasemdir