Pulisic, Amorim, Zirkzee, Osimhen, Raphinha, Murillo, Chiesa og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. nóvember 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrstu æfingu Amorim lokið - Rashford hæstánægður
Ruben Amorim.
Ruben Amorim.
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: Getty Images
Rúben Amorim og hans teymi voru með sína fyrstu æfingu hjá Manchester United í gær.

Amorim tók formlega við United þann 11. nóvember en hann hefur þurft að bíða með sína fyrstu æfingu út af landsleikjahléinu.

Núna er hann að fá leikmenn til baka en hann var með tíu aðalliðsleikmenn á æfingunni í gær. Þar á meðal var Marcus Rashford sem var hæstánægður með æfinguna.

„Frábær æfing í dag," skrifaði Rashford á samfélagsmiðla.

Unglingar færast nær aðalliðinu
Það vakti athygli enskra fjölmiðla að hinn 16 ára gamli Goodwill Kukonki var með á æfingunni. Hann er hávaxinn miðvörður sem Amorim vildi skoða frekar.

Þá segir GiveMeSport að Chido Obi Martin, sem er einnig 16 ára gamall, muni færast nær aðalliðinu við komu Amorim. Obi Martin gekk í raðir United frá Arsenal síðastliðið sumar og hefur verið að raða inn mörkum með unglingaliðum félagsins. Obi Martin hefur fengið frábæra dóma frá þjálfurum í unglingaliði Man Utd.

Það mun líklega taka dágóðan tíma fyrir Amorim að stimpla sína hugmyndafræði inn í lið United en hann kemur inn með margar nýjar áherslur og auðvitað nýtt leikkerfi, en hann mun að öllum líkindum spila 3-4-3.


Athugasemdir
banner