Íslenska landsliðið skipað leikmönnum undir 21 árs og yngri vann góðan sigur á jafnöldrum sínum frá Póllandi í æfingaleik á Spáni í gærkvöldi.
Kynslóðaskipti eru í U21 hópnum en margir voru að spila sinn fyrsta leik í þessum aldursflokki.
Kynslóðaskipti eru í U21 hópnum en margir voru að spila sinn fyrsta leik í þessum aldursflokki.
Markakóngur Bestu deildarinnar í sumar, Benoný Breki Andrésson, kom Íslandi yfir eftir stundafjórðung þegar hann átt skalla beint á markvörð pólska liðsins en náði frákastinu og skoraði.
Hilmir Rafn Mikaelsson bætti öðru markinu við með frábæru skallamarki. Pólland fékk vítaspyrnu stuttu síðar og tókst að minnka muninn en nær komust þeir ekki og sigur íslenska liðsins staðreynd.
Hér fyrir neðan má sjá mörkin sem Ísland skoraði í leiknum.
Byrjunarlið Íslands:
Halldór Snær Georgsson, Logi Hrafn Róbertsson, Júlíus Mar Júlíusson, Jóhannes Kristinn Bjarnason, Benoný Breki Andrésson, Eggert Aron Guðmundsson, Gísli Gottskálk Þórðarson, Hilmir Rafn Mikaelsson, Helgi Fróði Ingason, Daníel Freyr Kristjánsson og Ágúst Orri Þorsteinsson.
???????? U21 karla vann góðan 2-1 sigur gegn Póllandi í gær.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 18, 2024
???? Benoný Breki Andrésson og Hilmir Rafn Mikaelsson skoruðu mörk Íslands í leiknum.
???? The goals from our U21 men's win against Poland yesterday.#viðerumísland pic.twitter.com/68vZruKkd8
Athugasemdir