Man Utd orðað við tvo leikmenn Sporting - Hvað verður um Neymar? - Fyrrum lærisveinn Slot orðaður við Liverpool - Nær Arsenal í Vlahovic?
   mán 18. nóvember 2024 21:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þjóðadeildin: Dramatískt sigurmark frá Robertson dugði ekki til
Mynd: EPA

Danmörk er komið áfram í átta liða úrslit Þjóðadeildarinnar eftir markalaust jafntefli gegn Serbíu í kvöld.


Serbar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og byrjuðu leikinn mjög sterkt en tókst ekki að sigra Kasper Schmeichel í marki Danmerkur. Seinni hálfleikurinn var ekki eins fjörugur og markalaust jafntefli niðurstaðan.

Spánn vann 4. riðilinn örugglega en liðið vann gegn Sviss í kvöld. Sviss fellur niður í B deild en Serbía fer í umspil um að halda sæti sínu.

Skotland átti möguleika á að komast áfram með sigri á Póllandi í 1. riðli og John McGinn kom liðinu yfir snemma leiks en Kamil Piatkowski jafnaði metin. Andy Robertson skoraði dramatískt sigurmark en það dugði ekki til þar sem Króatía komst áfram ásamt Portúgal eftir jafntefli liðanna. Skotland fer í umspil en Pólland fellur.

Rúmenía og Norður-Írland unnu sína riðla í C deild og fara því upp um deild. Kósóvó og Búlgaría fara í umspil um sæti í B deild en Lúxemborg og Litháen falla. Þá fór San Marínó í frábæra ferð til Liechtenstein og tryggði sér sæti í C deild með sjaldgæfum sigri en liðið skoraði þrjú mörk í sama leiknum í fyrsta sinn.

A deild

Croatia 1 - 1 Portugal
0-1 Joao Felix ('33 )
1-1 Josko Gvardiol ('65 )

Poland 1 - 2 Scotland
0-1 John McGinn ('3 )
1-1 Kamil Piatkowski ('59 )
1-2 Andrew Robertson ('90 )

Serbia 0 - 0 Denmark

Spain 3 - 2 Switzerland
1-0 Yeremi Pino ('32 )
1-0 Pedri ('32 , Misnotað víti)
1-1 Joel Monteiro ('63 )
2-1 Bryan Gil ('68 )
2-2 Andi Zeqiri ('85 , víti)
3-2 Bryan Zaragoza ('90 , víti)

C deild

Romania 4 - 1 Cyprus
1-0 Daniel Birligea ('2 )
2-0 Razvan Marin ('42 )
2-1 Ioannis Pittas ('52 )
3-1 Ianis Hagi ('80 )
4-1 Razvan Marin ('83 )
Rautt spjald: Konstantinos Laifis, Cyprus ('77)

Bulgaria 1 - 1 Belarus
1-0 Vasil Panayotov ('13 )
1-1 Aleksandr Martynovich ('70 )

Luxembourg 2 - 2 Northern Ireland
0-1 Isaac Price ('19 )
0-2 Conor Bradley ('50 )
1-2 Seid Korac ('72 )
2-2 Gerson Rodrigues ('75 )

Kosovo 1 - 0 Lithuania
1-0 Muharrem Jashari ('5 )
Rautt spjald: Muharrem Jashari, Kosovo ('45)

D deild

Liechtenstein 1 - 3 San Marino
1-0 Aron Sele ('40 )
1-1 Lorenzo Lazzari ('46 )
1-2 Nicola Nanni ('66 , víti)
1-3 Alessandro Golinucci ('77 )


Athugasemdir
banner
banner