Leikur Wales og Íslands sem fram fer 19:45 í kvöld skiptir gríðarlega miklu máli fyrir íslenska landsliðið. Í honum ræðst hvort við munum eiga möguleika á að keppa við stærstu landslið Evrópu í næstu Þjóðadeild eða hvort við eigum á hættu að falla niður í C-deild.
Hér má sjá sjö spurningar sem líklegt er að íslenskir stuðningsmenn eru að velta fyrir sér fyrir komandi umspil. Það er þó því miður ekki hægt að svara öllum spurningunum í dag.
Hér má sjá sjö spurningar sem líklegt er að íslenskir stuðningsmenn eru að velta fyrir sér fyrir komandi umspil. Það er þó því miður ekki hægt að svara öllum spurningunum í dag.
Í hvort umspilið fer Ísland?
Það kemur í ljós í kvöld. Ef Ísland vinnur Wales endar okkar lið í 2. sæti riðilsins og fer í umspil um að komast upp í A-deild Þjóðadeildarinnar. Önnur úrslit og Ísland endar í þriðja sæti og á hættu á að falla niður í C-deild. Liðið fer þá í umspil um að halda sér í B-deildinni.
Hvenær verður umspilið?
Umspilið fer fram í lok mars á næsta ári.
Hvenær verður dregið?
Í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í hádeginu á föstudaginn. Þar verður einnig dregið í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar þar sem efstu átta þjóðirnar í A-deild keppa.
Hverjum getum við mætt ef við vinnum Wales?
Ísland mun þá leika tveggja leikja umspilseinvígi við Skotland, Belgíu, Ungverjaland eða Serbíu um að spila í A-deildinni í næstu útgáfu Þjóðadeildarinnar. Þessi lönd enduðu í þriðja sæti í riðlum A-deildarinar.
Hverjum getum við mætt ef við vinnum ekki Wales?
Ísland mun þá leika tveggja leikja umspilseinvígi við Slóvakíu, Kósovó, Búlgaríu eða Armeníu um að halda sæti í B-deildinni. Þessi lönd enduði í öðru sæti í riðlum C-deildarinnar.
Hvar mun Ísland spila heimaleik sinn í umspilinu?
Framkvæmdir við Laugardalsvöll og léleg vallarmál á Íslandi setja þetta í óvissu. Sögusagnir hafa verið í gangi um að heimaleikur Íslands gæti farið fram í Murcia á Spáni en ekkert hefur verið staðfest í þessum efnum.
Hver stýrir Íslandi í umspilinu?
Það er svo önnur spurning sem ekki er komið svar við. Samningur Age Hareide rennur út um mánaðamótin og hvorki hann né KSÍ hafa tjáð sig um hvert framhaldið verður.
Landslið karla - Þjóðadeild
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Tyrkland | 5 | 3 | 2 | 0 | 8 - 3 | +5 | 11 |
2. Wales | 5 | 2 | 3 | 0 | 5 - 3 | +2 | 9 |
3. Ísland | 5 | 2 | 1 | 2 | 9 - 9 | 0 | 7 |
4. Svartfjallaland | 5 | 0 | 0 | 5 | 1 - 8 | -7 | 0 |
Athugasemdir