Chris Wood hefur verið sjóðandi heitur með Nottingham Forest á yfirstandandi tímabili.
Wood hefur gert átta mörk og er næst markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á eftir Erling Haaland.
Wood hefur gert átta mörk og er næst markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á eftir Erling Haaland.
Wood kólnaði ekkert í landsleikjahléinu því hann skoraði þrennu fyrir Nýja-Sjáland í 8-0 sigri gegn Samóa-eyjum.
Nýja-Sjáland færist nú nær því að komast á HM í fyrsta sinn síðan 2010.
Wood og félagar eru núna á leið í fjögurra liða umspil þar sem sigurliðið fer beint á HM 2026, sem fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó.
Athugasemdir