Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
   fim 14. nóvember 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum leikmaður Vals rekinn úr teymi Gerrard
Steven Gerrard.
Steven Gerrard.
Mynd: EPA
Steven Gerrard verður ekki rekinn úr starfi sínu sem stjóri Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu en tveir menn úr þjálfarateymi hans hafa verið látnir fara.

Gerrard hefur átt erfitt með að koma þjálfaraferli sínum aftur af stað eftir að hann yfirgaf Rangers í Skotlandi. Honum gekk illa hjá Aston Villa og núna í Sádi-Arabíu.

Al-Ettifaq hefur aðeins tekið eitt stig úr síðustu sjö leikjum og stuðningsmenn eru bálreiðir. Síðasti sigurleikurinn kom fyrir tveimur mánuðum síðan. Al-Ettifaq er aðeins fjórum stigum frá fallsvæðinu.

Það hafa verið krísufundir hjá Al-Ettifaq síðustu daga en Gerrard fær að halda starfinu. En aðstoðarmaður hans, Dean Holden, og Mark Allen, sem starfað hefur sem yfirmaður fótboltamála hjá félaginu, hafa verið látnir fara.

Holden er lék með Val 2001 en hann stýrði Charlton og Bristol City áður en hann hélt til Sádi-Arabíu.

Gerrard er áfram sannfærður um að geta gert vel með liðið en verið er að hrista aðeins upp í hlutunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner