Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   fim 14. nóvember 2024 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Verið hjá Grindavik allan sinn feril en það gæti breyst
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson hefur allan sinn feril verið samningsbundinn uppeldisfélaginu sínu, Grindavík.

Hann varð hins vegar samningslaus um miðjan síðasta mánuð og er samkvæmt heimildum Fótbolta.net opinn fyrir því að prófa eitthvað nýtt á sínum ferli.

Dagur er 24 ára og getur bæði spilað á kantinum og í fremstu línu. Hann átti gott tímabil í Lengjudeildinni í ár, skoraði tíu mörk í 21 leik og var langmarkahæsti leikmaður Grindavíkur. Hann skoraði fjögur mörk tímabilið 2023 og 2022 skoraði hann níu mörk sem var það mesta í liði Grindavikur það tímabilið.

Hann hefur allan sinn feril leikið með Grindavík ef frá er tímabilið 2021 þegar hann var á láni hjá Þrótti Vogum þar sem hann skoraði átta mörk og var næstmarkahæsti leikmaður liðsins í 2. deildinni.

Dagur á alls að baki 123 keppnisleiki á ferlinum og í þeim hefur hann skorað 35 mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner