Brasilíska goðsögnin Ronaldo Nazario stefnir á formannsstólinn hjá fótboltasambandinu í heimalandi sínu.
Samkvæmt Sport stefnir Ronaldo á formannsstólinn þegar hann verður laus á næsta ári.
Samkvæmt Sport stefnir Ronaldo á formannsstólinn þegar hann verður laus á næsta ári.
Fyrsta verk Ronaldo, ef hann verður kosinn, verður að ráða Pep Gaurdiola sem nýjan landsliðsþjálfara.
Guardiola er í dag stjóri Manchester City en það styttist í annan endann hjá honum þar. Það er jafnvel möguleiki á að hann hætti eftir núverandi tímabil.
Guardiola er einn sigursælasti stjóri fótboltasögunnar.
Ronaldo lék á sínum tíma 98 lansleiki fyrir Brasilíu og skoraði í þeim 62 mörk.
Athugasemdir