Man Utd orðað við tvo leikmenn Sporting - Hvað verður um Neymar? - Fyrrum lærisveinn Slot orðaður við Liverpool - Nær Arsenal í Vlahovic?
   mán 18. nóvember 2024 15:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrsta verk Ronaldo væri að ráða Guardiola
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: EPA
Brasilíska goðsögnin Ronaldo Nazario stefnir á formannsstólinn hjá fótboltasambandinu í heimalandi sínu.

Samkvæmt Sport stefnir Ronaldo á formannsstólinn þegar hann verður laus á næsta ári.

Fyrsta verk Ronaldo, ef hann verður kosinn, verður að ráða Pep Gaurdiola sem nýjan landsliðsþjálfara.

Guardiola er í dag stjóri Manchester City en það styttist í annan endann hjá honum þar. Það er jafnvel möguleiki á að hann hætti eftir núverandi tímabil.

Guardiola er einn sigursælasti stjóri fótboltasögunnar.

Ronaldo lék á sínum tíma 98 lansleiki fyrir Brasilíu og skoraði í þeim 62 mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner