Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
   lau 15. febrúar 2025 16:32
Hafliði Breiðfjörð
Lengjubikarinn: Sigurmark Eiðs og Grindavík vann Vestra
Vladimir Tufegdzic  skoraði þrennu en það dugði ekki til, Vestri tapaði gegn Grindavík.
Vladimir Tufegdzic skoraði þrennu en það dugði ekki til, Vestri tapaði gegn Grindavík.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Tveir leikir hófust klukkan 14:00 í Lengjubikar karla en þar vann Grindavík sigur á Vestra í sjö marka leik á sama tíma og Keflavík vann ÍBV.

Grindavík og Vestri mættust á Akranesi þar sem heimamenn komust mest í 4-1 áður en Vladimir Tufegdzic svaraði fyrir Vestra en hann skoraði þrjú mörk í leiknum sem Grindavík vann 4-3. Breki Þór Hermannsson skoraði þrjú af mörkum Grindavíkur.

Í hinum leiknum skoraði Eiður Orri Ragnarsson eina mark Keflavíkur í sigri á ÍBV.

Grindavík 4-3 Vestri
1-0 Breki Þór Hermannsson ('5 )
2-0 Breki Þór Hermannsson ('33 )
2-1 Vladimir Tufegdzic ('41 )
3-1 Breki Þór Hermannsson ('45 , Mark úr víti)
4-1 Ármann Ingi Finnbogason ('76 )
4-2 Vladimir Tufegdzic ('83 , Mark úr víti)
4-3 Vladimir Tufegdzic ('84 )

Keflavík 1-0 ÍBV
1-0 Eiður Orri Ragnarsson ('40 )
Athugasemdir
banner
banner
banner