Tveir leikir hófust klukkan 14:00 í Lengjubikar karla en þar vann Grindavík sigur á Vestra í sjö marka leik á sama tíma og Keflavík vann ÍBV.
Grindavík og Vestri mættust á Akranesi þar sem heimamenn komust mest í 4-1 áður en Vladimir Tufegdzic svaraði fyrir Vestra en hann skoraði þrjú mörk í leiknum sem Grindavík vann 4-3. Breki Þór Hermannsson skoraði þrjú af mörkum Grindavíkur.
Í hinum leiknum skoraði Eiður Orri Ragnarsson eina mark Keflavíkur í sigri á ÍBV.
Grindavík 4-3 Vestri
1-0 Breki Þór Hermannsson ('5 )
2-0 Breki Þór Hermannsson ('33 )
2-1 Vladimir Tufegdzic ('41 )
3-1 Breki Þór Hermannsson ('45 , Mark úr víti)
4-1 Ármann Ingi Finnbogason ('76 )
4-2 Vladimir Tufegdzic ('83 , Mark úr víti)
4-3 Vladimir Tufegdzic ('84 )
Keflavík 1-0 ÍBV
1-0 Eiður Orri Ragnarsson ('40 )
Athugasemdir